Áhugamannaflokki bætt við á mótum BFSÍ til að koma á móts við þá sem vilja taka þátt á mótum til gamans.

Til að koma á móts við áhugamenn og byrjendur í íþróttinni og auka þátttöku þeirra í mótum er BFSÍ að prófa nýjan keppnisflokk.

Áhugamannaflokkur mun keppa á þægilegri vegalengdum sem allir ættu að eiga auðveldara með og gerir þátttöku skemmtilegri.

Vegalengdir og skífustærðir fyrir áhugamannaflokk.

Utandyra:
Sveigbogi á 40 metrum á 122cm skotskífu. (í stað 70 metra í opnum flokki)
Trissubogi á 30 metrum á 80cm skotskífu. (í stað 50 metra í opnum flokki)
Berbogi á 30 metrum á 122cm skotskífu. (í stað 50 metra í opnum flokki)

Innandyra:
12 metrar á 40cm skotskífu (í stað 18 metra í opnum flokki)

Flestir kannast mögulega við vegalengdirnar þar sem U16 keppir á flestum sömu vegalengdum og myndi því einnig gefa yngri keppendum möguleika á því að keppa á sínum vegalengdum á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki.

Áætlað er að bæta flokknum við á Íslandsmeistaramótum í opnum flokki í framtíðinni, en verið er að prófa hugmyndina á eftirfarandi mótum á þessu ári:

  • Stóra Núps mótaröðinni (utandyra)
  • Opna Akureyrarmótinu (utandyra)
  • Innanfélagsmótaröð BF Bogans (innandyra)

Allir sem vilja mega keppa í áhugamannaflokki sama hver fyrri reynsla þeirra er. Verðlaun (medalíur) í áhugamannaflokki eru oftast veittar af handahófi, almennt er ekki gert ráð fyrir útsláttarkeppni og flokkurinn er ekki hæfur til Íslandsmeta þar sem markmið með þátttöku er ekki árangur heldur til gamans og reynslu.

Við vonum að íþróttafélögin auglýsi flokkinn vel innan sinna raða til þeirra sem gætu haft áhuga á að taka þátt í mótum til meira til gamans en til keppni og þeirra sem eru að taka þátt í fyrsta sinn á mótum.