Áhugamannaflokki bætt við sem tilrauna viðburði á Íslandsmeistaramóti innanhúss í nóvember 2021

Áætlað er að bæta áhugamannaflokki við Íslandsmeistaramót í opnum flokki árið 2022 og síðar. Því var ákveðið að bæta við áhugamannaflokki sem tilrauna viðburði á Íslandsmeistaramót innanhúss 2021 í nóvember sem undirbúningi fyrir það verkefni.

Áhugamannaflokkur er miðaður meira á venjulega iðkendur, þá sem eru að stunda íþróttina til gamans meira en keppni eða árangurs. Einnig hentar áhugamannaflokkur mjög vel þeim sem eru að taka fyrstu skrefin í íþróttinni. Verðlaun í áhugamannaflokki eru ákveðin af handahófi úr keppendum (dregin úr hatti) óháð getustigi keppenda á mótinu.

Fjarlægðir fyrir áhugamannaflokk eru einnig styttri en í opnum flokki og gefur því fleiri iðkendum tækifæri á því að taka þátt á erfiðleikastigi sem hentar betur venjulegum iðkendum. Aukin þátttaka á mótum mun einnig búa til meiri tekjur fyrir BFSÍ sem munu að stórum hluta fara í áframhaldandi þróun viðburða og til stuðnings landsliða. Með því eru allir áhugamenn sem taka þátt í áhugamannaflokki á mótum BFSÍ að styðja bogfimistarfið í heild sinni, hafa gaman af því að taka þátt í viðburðum og eiga þá hlutdeild í framtíðar þróun og stækkun íþróttarinnar.

Við hvetjum íþróttafélögin til þess að auglýsa þetta vel innan sinna raða og að reyna að vekja áhuga nýrra áhugamanna og endurvekja áhuga áhugamanna sem urðu mögulega óvirkir vegna heimsfaraldurs.

Meira um fyrirkomulag áhugamannaflokks á mótinu í skráningu mótsins. Endilega látið berast til allra að skrá sig á mótið tímanlega við viljum sjá sem flesta keppendur á mótinu.

Mögulegt verður að sjá upplýsingar, skráningar og úrslit mótsins hér.

Íslandsmeistaramót Innanhúss 2021

Skráningu er hægt að finna hér