Aðeins einn keppandi fyrir Ísland á EM 2021

Flestir keppendur hafa ákveðið að taka ekki þátt í EM 2021 í Antalya Tyrklandi 31 maí – 6 júní vegna áhrifa Covid-19.

EM utandyra er almennt meðal stærri móta Íslands í þátttöku en vegna Covid-19, óvissu og erfiðleika við ferðalög hafa flestir keppendur ákveðið að taka ekki þátt í EM 2021 og miða frekar á mót á seinni hluta ársins, þar sem Covid verður vonandi komið í betra ástand í heiminum.

Tyrklandi var skellt í lás í fyrsta sinn í Covid faraldrinum í lok Apríl til að reyna að fækka Covid tilfellum í landinu, en Tyrkland er meðal verst stöddu löndum í heiminum sem stendur

Ewa Ploszaj er eini keppandinn frá Íslandi sem ætlar sér að taka þátt í mótinu, en hún var aðeins einum útslætti frá því að komast í úrslit síðasta EM 2018. Það hefur þó gengið illa og búið að breyta flugum reglubundið og verður áskorun að koma henni á keppnisstaðinn sem mun vonandi heppnast.

https://worldarchery.sport/profile/19225/ewa-ploszaj/biography

EM átti upprunalega að vera haldið 2020 en var frestað til 2021 vegna faraldursins. EM verður líka Evrópska undankeppnin fyrir ÓL í Tokyo 2020/2021 og því líklegt að sama hve Covid ástandið verður illa statt í landinu að mótið verði samt haldið. En það mun ráðast þegar nær dregur.

Evrópuþingið sem átti að halda á sama tíma og Evrópumeistaramótið verður líklega breytt í fjarþing vegna stöðunar á faraldrinum í Tyrklandi, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins hefur verið að vinna í að koma því fyrir að það fjarþingið verði að veruleika en það er óstaðfest að svo stöddu.