Aðalfundur bogfimifélagsins Bogans 2019

Aðalfundur bogfimifélagsins Bogans var haldin þann 4. apríl sl. Skýrsla stjórnar var lögð fram á fundinum.  Í henni voru rakin helstu atriði sl. árs í starfi félagsins. Megin áhersla hefur verið lögð á barna- og unglingastarf í samstarfi við Bogfimisetrið. Einnig var á árinu lögð áhersla á að efla Masters flokkinn (þeir sem eru 50 ára og eldri). Í þessu skyni var bætt m.a. við búnaði sem nýtist sérstaklega vel fyrir barna- og unglinganámskeiðin.  Bætt aðgengi að góðum bogfimibúnaði er mikilvægur fyrir byrjendur við að komast inn í íþróttina. Á fundinum kom einnig fram að fjöldi félagsmanna í bogfimifélaginu Boganum á árinu 2018 var 364.

Gjaldkeri félagins (Ingóflur Rafn Jónsson) kynnti reikninga félagssins. 1,2 m.kr. tap var á rekstri félagsins á árinu 2018 sem skýrist af gjaldfærslu á bogfimibúnaði sem keyptur var á árinu. Þrátt fyrir þetta tap á árinu þá átti félagið sjóð til þess að fjármagna þessi útgjöld og er eigið fé félagsins jákvætt.

Astrid Daxböck var endurkjörin formaður félagsins. Stjórn félagsins og varamenn voru endurkjörnir að því undanskyldu að tveir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru þær Erla Marý Sigurpálsdóttir og Eva Rós Sveinsdóttir kosnar inn í staðin.