Að minnsta kosti 12 Íslandsmet slegin um helgina á Íslandsmeistaramóti innanhúss

Á Íslandsmeistaramóti innanhúss 2021 sem haldið var um þessa helgi 26-28 nóvember voru slegin að minnsta kosti 12 Íslandsmet. Heildarúrslit mótsins er hægt að finna hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7885

Mögulegt er að fleiri Íslandsmet hafi verið slegin sem okkur yfirsást enda keppt í mörgum greinum í bogfimi á Íslandi. Við ráðleggjum aðildarfélögum BFSÍ og keppendum þeirra að vera upplýst um stöðu Íslandsmeta í sínum flokkum og að tilkynna þau met, eigi síðar en 30 dögum, eftir að úrslit mótsins hafa verið birt í gegnum form á vefsíðu Bogfimisambands Íslands bogfimi.is ef þeir vilja fá það metið sem Íslandsmet. Á sömu síðu er einnig hægt að finna Íslandsmetaskrá.

Nánast öll metin sem slegin voru um helgina voru liðamet. En hér er listinn af þeim metum sem við fundum.

  • Félagsliðamet sveigboga blandað lið (Mixed team) U21 undankeppni
  • 1079 stig metið var áður 1078 (1200 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
      • Dagur Örn Fannarsson
  • Félagsliðamet sveigboga blandað lið (Mixed team) Opinn flokkur undankeppni
  • 1079 stig metið var áður 1078 (1200 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
      • Dagur Örn Fannarsson
  • Félagsliðamet trissuboga karla opinn flokkur útsláttarkeppni
  • 220 stig metið var áður 0 (240 er theoretical max)
    • Íþróttafélagið Akur
      • Alfreð Birgisson
      • Þorsteinn Halldórsson
      • Ásgeir Ingi Unnsteinsson
  • Félagsliðamet í blandaðri lið (mixed team) útsláttarkeppni U21
  • 154 stig metið var áður 0 (160 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Freyja Dís Benediktsdóttir
      • Nói Barkarson
  • Félagsliðamet í blandaðri lið (mixed team) útsláttarkeppni opinn flokkur
  • 154 stig metið var áður 0 (160 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Freyja Dís Benediktsdóttir
      • Nói Barkarson
  • Félagsliðamet í trissuboga kvenna opnum flokki útsláttarkeppni
  • 227 stig metið var áður 0 (240 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Freyja Dís Benediktsdóttir
      • Sara Sigurðardóttir
      • Ewa Ploszaj
  • Félagsliðamet trissuboga blandað lið (Mixed team) U21 undankeppni
  • 1136 stig metið var áður 1130 (1200 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Freyja Dís Benediktsdóttir
      • Nói Barkarson
  • Félagsliðamet trissuboga blandað lið (Mixed team) Opinn flokkur undankeppni
  • 1136 stig metið var áður 1129 (1200 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Freyja Dís Benediktsdóttir
      • Nói Barkarson
  • Félagsliðamet berboga blandað lið (Mixed team) Opinn flokkur undankeppni
  • 772 stig metið var áður 766 (1200 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Hrói Höttur
      • Guðbjörg Reynisdóttir
      • Auðunn Andri Jóhannesson
  • Félagsliðamet í trissuboga kvenna opnum flokki undankeppni
  • 1677 stig metið var áður 1662 (1800 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Hrói Höttur
      • Helga Kolbrún Magnúsdóttir
      • Eowyn Marie Mamalias
      • Erla Marý Sigurpálsdóttir
  • Félagsliðamet í sveigboga kvenna opnum flokki undankeppni
  • 1558 stig metið var áður 1507 (1800 er theoretical max)
    • Bogfimifélagið Boginn
      • Marín Aníta Hilmarsdóttir
      • Halla Sól Þorbjörnsdóttir
      • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
  • Einstaklingsmet fatlaðra trissuboga karla undankeppni
  • 567 stig metið var 559 stig (600 er theoretical max)
    • Íþróttafélagið Akur
      • Þorsteinn Halldórsson

Freyja Dís Benediktsdóttir átti flest met um helgina eða 5 samtals, Nói Barkarson átti 4 met og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested átti 3 met.

Það er alltaf ánægjulegt að sjá met það þýðir að getustig í íþróttinni er en á uppleið 😊