85% konur á EM ungmenna í bogfimi

Um 300 keppendur munu taka þátt á Evrópumeistaramóti ungmenna í Lilleshall í Bretlandi 15-20 ágúst. Sjö keppendur frá Íslandi munu fljúga út á sunnudaginn næsta til að taka þátt í mótinu og vonast eftir góðu gengi.

Eftirfarandi keppa fyrir Ísland á mótinu:

  • Anna María Alfreðsdóttir – Trissubogi kvenna
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi kvenna
  • Eowyn Marie Mamalias – Trissubogi kvenna
  • Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi karla
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Sveigbogi kvenna
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Sveigbogi kvenna
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir – Sveigbogi kvenna

Sex af sjö keppendum Íslands á mótinu eru stelpur og ekki útlit fyrir að sú tölfræði muni jafnast neitt á næstu árum þar sem íþróttin er mun vinsælli meðal kvenna en karla á Íslandi m.v. þátttökufjölda í mótum. Kynjahlutfall á EM ungmenna er þó nokkuð jafnt í öðrum þjóðum og keppendur skiptast í 55% karla og 45% konur

Ísland mun einnig skipa þrem liðum á mótinu í sveigboga kvenna, trissboga kvenna og trissuboga parakeppni. Ísland á nokkuð góða möguleika á því að komast í 8 liða úrslit í öllum tilfellum og ágætis líkur á því að eitt liðið komist í brons eða gull úrslita leikinn, en spáum ekki of mikið sjáum hvað setur á mótinu. Við munum birta fréttir af mótinu reglubundið á meðan mótið er í gangi á archery.is og mögulegt verður að fylgjst með niðurstöðum live á ianseo.net.