7 frá Íslandi að keppa í Nimes Frakklandi

Keppni hófst í dag en margir eiga eftir að bætast við í listann þar sem undankeppnin fer fram yfir 2 daga og keppendum er boðið við skráningu að keppa á hvorum deginum sem þeir vilja.

Því verða loka úrslit í undankeppni ekki ljós fyrr en á morgun.

Þeir sem eru úti núna frá Íslandi eru Eowyn Marie Mamalias, Anna María Alfreðsdóttir, Erla Marý Sigurpálsdóttir, Rakel Arnþórsdóttir, Ásgeir Ingi Unnsteinsson, Kelea Quinn og Alfreð Birgisson.

5 af þeim eru að ljúka keppni þegar þetta er skrifað en hinir 2 (Ásgeir og Alfreð) klára sína undankeppni á morgun (Sunnudag)

Nimes er með stærri bogfimimótum í heiminum eftir þátttöku en skráning á mótið er opin öllum sem vilja keppa þar sama hvað getustig þeirra er. Stærstu nöfnin í bogfimi mæta almennt einnig á þessi mót þar sem miklar fjárhæðir eru í boði fyrir sigurvegara mótsins. Peninga verðlaunin koma út frá þátttökugjöldum keppenda.

Hægt er að fylgjast með úrslitum af mótinu á ianseo.net. http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6255

Eða á síðu heimssambandins:
https://worldarchery.org/competition/20827/nimes-archery-tournament#/