60x Isolation Shoots – alþjóðleg mótaröð á Netinu

Í gær tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að fleiri kórónaveirutilfelli hefðu greinst í heiminum á síðasta sólarhringinn en nokkru sinni fyrr. Ekki er því útlit fyrir að nein alþjóðleg bogfimimót verði haldin með hefðbundnum hætti í ár vegna þessa.  Hins vegar hafa verið haldin nokkur mót og mótaraðir með óhefðbundum hætti þar sem möguleikar Internetsins og Ianseo hafa verið nýttir.  Vekja má athygli á áhugaverðri alþjóðlegri mótaröð sem haldið er út í Belgíu sem heitir “60x Isolation Shoots”. Þessi mótaröð eru haldin á sunnudögum og hafa verið haldin 14 sinnum í ár og útliti er fyrir að alla veganna 20 verði haldin. Fjórtánda mótið fór fram í gær (12. júli 2020) og tóku 69 manns þátt í mótinu frá 21 landi. Mögulegt er að keppa á öllum bogaflokkum og fjarlægðum sem almennt er keppt í bæði innandyra og utandyra. Og er Ianseo notað til þess að halda utan um framkvæmd mótsins og birtingu úrslita. 


Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótaraðarinnar.