15 keppendur á leið á NUM í Finnlandi (Norðurlandameistaramót ungmenna)

Ísland er með nokkuð góða þátttöku á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið verður í Kemi Finnlandi 15-17 júlí næstkomandi. Samtals eru 15 keppendur að taka þátt fyrir Ísland sem er minnsta þátttaka sem Ísland hefur sent á Norðurlandameistaramót, en ef tekið er tillit til þess að Ísland er með einum fleiri keppendur en heimamenn í Finnlandi og með jafn marga keppendur og Noregur telst það nokkuð gott.

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gífurleg áhrif á íþróttina og fall í þátttakendum á NUM hjá flestum Norðurlöndum hefur fallið um 50-70% miðað við tölur af þessu móti. En mun minna tap á iðkendum hefur verið innan BFSÍ. Þó að tap hafi verið á fjölda yngri keppenda þá hefur verið töluverður vöxtur í yngri iðkendum, sem gæti skilað sér í fleiri keppendum á NUM í framtíðinni.

Þrjú aðildarfélög BFSÍ eru að senda þátttakendur á mótið.

Úr BF Boganum í Kópavogi:

  • Heba Róbertsdóttir – Berbogi U18 kvenna
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Trissubogi U18 kvenna
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir – Sveigbogi U21 kvenna
  • Melissa Tanja Pampoulie – Sveigbogi U18 kvenna
  • Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Trissubogi U16 kvenna
  • Aríanna Rakel Almarsdóttir – Trissubogi U16 kvenna
  • Valgerður E. Hjaltested – Sveigbogi U21 kvenna
  • Ísar Logi Þorsteinsson – Trissubogi U18 karla
  • Ragnar Smári Jónasson – Trissubogi U18 karla
  • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – Sveigbogi U16 kvenna
  • Veigar Finndal Atlason – Sveigbogi U18 karla

Úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði:

  • Auðunn Andri Jóhannesson – Berbogi U18 karla
  • Eowyn Marie Mamalias – Trissubogi U21 kvenna

Úr ÍF Akur á Akureyri:

  • Viktoría Fönn Guðmundsdóttir – Berbogi U21 kvenna
  • Anna María Alfreðsdóttir – Trissubogi U21 kvenna

Við gerum ráð fyrir góðri uppskeru af verðlaunum á mótinu og nokkrar framtíðarstjörnur að taka sín fyrstu skref í afreksstarfi.

Bogfimifélagið Boginn er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum og það sést skýrt á þátttökutölum. Boginn sendir 11 keppendur og Finnland sendir 14 keppendur á NUM í heimalandi sínu.

Mögulegt verður að fylgjast með niðurstöðum mótsins á ianseo.net. Og að sjálfsögðu í fréttum á archery.is 😆