12 keppendur á leið á Evrópumeistaramót utandyra í Munich Þýskalandi í júní

Eftirfarandi einstaklingar skipa landslið BFSÍ á EM utandyra 2022.

Sveigboga karla lið:

  • Haraldur Gústafsson – Skaust
  • Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn
  • Dagur Örn Fannarsson – Boginn

Sveigboga kvenna lið:

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – Boginn
  • Astrid Daxböck – Boginn

Trissuboga karla lið:

  • Alfreð Birgisson – Akur
  • Albert Ólafsson – Boginn
  • Gummi Guðjónsson – Boginn

Trissuboga kvenna lið:

  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur
  • Ewa Ploszaj – Boginn
  • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Boginn

Hver þjóð má að hámarki eiga þrjá keppendur í hverjum flokki á EM, samtals 12. Þetta er því full skipað lið sem er töluverður munur frá árinu 2021 í kórónuveirufaraldrinum þar sem aðeins 1 keppandi (Ewa) lagði á sig förina til Tyrklands á EM 2020 (sem var frestað og haldið árið 2021).

Evrópumeistaramótið að þessu sinni er einnig fyrsta undankeppni Evrópuleika og áætlað að tveir af þessum 12 keppendum eigi góðar líkur á því að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Anna María Alfreðsdóttir.

Þó er vert að nefna að Ísland fékk boðssæti á Evrópuleikana 2019 vegna frammistöðu Ewa Ploszaj og Astrid Daxböck í trissuboga í undankeppnismótum Evrópuleikana 2019, og því eru fleiri í hópnum sem gætu nælt í þátttökurétt, en líklegra er að það gerist í síðari undankepppni Evrópuleika. Þar sem hvorug þeirra gat notað þátttökuréttinn á þeim tíma þar sem ríkisborgararéttur er skylda til þátttöku á Evrópuleikum fékkst undanþága frá mótshöldurum til þess að Eowyn Mamalias fengi að nota boðssæti Íslands þrátt fyrir að hún mætti ekki getustigs viðmiðum leikana 2019.

Evrópumeistaramótið utandyra verður haldið í Munich í Þýskalandi 6-12 júní að þessu sinni.