Kelea vann silfurmedalíu á Nimes World Series

Nimes World Series lýkur í dag.

Einn keppendi frá Íslandi keppti á mótinu Kelea Quinn.

Kelea endaði með silfur í Masters flokki og 34 sæti í opnum flokki.

Í undankeppni sveigboga kvenna skoraði Kelea 564 stig og lenti í 34 sæti aðeins 2 sætum frá því að komast inn í útsláttarkeppninni. 85 konur voru að keppa í opnum flokki.

Í undankeppni sveigboga master kvenna (öldungaflokki) endaði Kelea í 2 sæti með 552 stig. Enginn útsláttarkeppni var í masters flokki á mótinu og því kemur Kelea heim með silfur þar  🙂
23 konur voru að keppa í masters flokki.

Núverandi Íslandsmetið í sveigboga kvenna er 539 stig og Kelea er búin að skora amk 3 yfir því skori á síðustu mánuðum, En það telst ekki sem gilt met fyrr en hún hefur búið á Íslandi í amk 1 ár og skráir keppnisrétt sinni yfir til Íslands.

Kelea er upprunalega frá Canada og má keppa með landsliðinu seinna í sumar. Hún er með staðfest sæti á HM í bogfimi fyrir Ísland í sumar.

Nimes World Series lýkur á morgun þar sem medalíu keppni í opnum flokkum verður sjónvarpað.

Hægt er að fylgjast með því hér https://www.youtube.com/user/archerytv/featured

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.