Vel heppnuðu Íslandsmótið úti 2018 lokið

Íslandsmótinu utanhúss í bogfimi 2018 er núna lokið.

Hægt er að finna heildar úrslitin af mótinu á Ianseo.net. http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4246

Um 40 keppendur voru að keppa á mótinu en þáttakan í yngri flokkum var mjög lág enda voru næstum 20 ungmenni að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og en þreyttir eftir ferðini.

Flestir flokkarnir kláruðu keppni sína í gær en í dag kláruðu sveigbogi kvenna, trissubogi karla og sveigbogi karla útsláttarkeppni sökum fjölda keppanda í þeim flokkum.

Mynd úr verðlauna afhendingu berboga og u15 flokkum.

Guðmundur Örn lagði Sigurjón Atla í gull medalíu keppninni 7-3 í sveigboga karla en keppnin var mjög jöfn. Guðmundur tók einnig Gull í liðakeppni sveigboga með Astrid og Ólafi Gísla.

Astrid varð þrefaldur íslandsmeistari í trissuboga kvenna, sveigboga kvenna og liðakeppni kvenna og var ekki langt frá Íslandsmetinu í sveigboga kvenna. Hún vann örugga sigra í öllum sínum flokkum.

Þorsteinn Halldórs paralympics farinn vann gullið í trissuboga karla þegar hann lagði Carsten Tarnow í æsispennandi útslætti þar sem Þorsteinn vann með einu stigi 134-133.

Guðbjörg Reynisdóttir sló íslandsmetið í berboga kvenna og U21 flokki með gífurlegum mun. Metið var 200 stig af 720 mögulegum og hún skoraði 419 stig. Þess má einnig geta að fyrir viku síðan var Guðbjörg að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna þar sem hún var norðurlandameistari í bæði einstaklings og liðakeppni.

Ólafur Ingi Brandsson sló metið í berboga karla og berboga masters (e50) og Kristján Guðni Sigurðsson sló einnig metið í sveigboga master (e50) karla. Þeir báðir munu svo keppa á heimsmeistaramótinu í masters flokkum í Lausanne í Swiss í Ágúst.

Nói Barkarson varð Íslandsmeistari og sló Íslandsmetið í trissuboga karla U18, hann var einnig að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna þar sem hann var í 4 sæti í undankeppni.

Mynd úr undankeppni í trissuboga karla og kvenna.

Áhugavert var að sjá bæði hestaboga og Hönnu keppa með japanskann kyudo boga í berboga flokki á mótinu og sigra sína flokka, þannig að nánast allar tegundir af bogum tóku þátt á þessu móti.

Mynd af Hönnu með japanskann kyudo boga.

Veðrið var mjög gott en vindurinn breytti reglulega um stefnu og var stundum ekki samvinnu þýður 😉, en varla sást ský á himni og margir sólbrunnu í blíðuni á Egilstöðum (sérstaklega Reykvíkingarnir). Þetta var í fyrsta sinn sem Íslandsmót í bogfimi er haldið á austurlandi og með besta veðrinu sem hefur verið á Íslandsmótum í bogfimi.

Óli gerði öll mistökin á mótinu og Gummi kúkaði á sig (inside jokes)

Ingólfur stóð sig flott sem dómari.

Nýjar skotklukkur voru í gangi á þessu móti. ChronoTir sem eru sömu klukkur og heims og evrópusambandið nota.

Næstu mót framundan eru HM í Masters flokki, European Grand Prix og EM í bogfimi þar sem flestir okkar bestu sem voru að keppa á þessu móti munu berjast um alþjóðlegar medalíur.

Hægt verður að fylgjast með þeim á archery.is þegar nær dregur mótunum.

Fréttamiðlum er frjálst að nota myndir af archery.is til birtinga í greinum.