Íslandsmótið innanhúss og Aurora Open 2018

Hætt hefur verið við útsláttarkeppni í liðakeppni á Íslandsmótinu Innanhúss 2018. Verðlauna afhending fyrir liðakeppni mun byggjast á skori liðsins úr undankeppni eins og var utanhúss í fyrra.

Ástæður fyrir því að sú ákvörðun var tekin eru meðal annars, skortur á dómurum með þekkingu og reynslu á liðakeppni, Íslandsmótið innanhúss er einnig orðið það stórt að ekki er hægt að koma liða útsláttarkeppni fyrir í skipulaginu með góðu móti og fáar skráningar voru í liðakeppnina. (allt hlutir sem er verið að vinna í að laga/bæta svo að útsláttarkeppni í liðakeppni geti orðið að veruleika)

Bogfiminefndin ætlar að halda áfram með liðakeppni sem samanlagt skor liðs á næstu Íslandsmótum. Liðakeppni er enn á prufustigi en við sjáum mikinn hag í því að þróa hana og koma útsláttarkeppni í liðakeppni inn á Íslandsmótin. En við vorum kannski aðeins of spenntir og að flýta okkur aðeins of mikið að ýta útsláttarkeppninni inn á öðru mótinu sem var haldin liðakeppni.

Dagskrá mótsins er hægt að finna hér

Fyrir þá sem vilja fylgjast með verður hægt að fylgjast með undankeppni og úrslitum af mótinu á live stream Á Archery TV Iceland síðuni á youtube https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg

Úrslit af Íslandsmótinu verður hægt að finna á Ianseo.net hér

Úrslit af Aurora Open verður hægt að finna á Ianseo.net hér