Íslandsmeistaramótið skipulag og spá

Búið er að birta áætlað skipulag, lista keppenda, tímasetningar og target assignment á Ianseo.net.

http://www.ianseo.net/Details.php?toId=5140

Mögulegt er að einhverjar breytingar verði gerðar á skipulaginu ef að fleiri skráningar berast. Skráningu á mótið lýkur alveg 09.03 og þá verður þátttakendafjöldi og skipulag endanlega staðfest.

Um 60 keppendur eru skráðir og gull medalíu keppni verður birt á live stream og mögulega í sjónvarpi.

Gull medalíu keppnir hefjast 17.03.2019 15:20-17:30 áætlað.

Keppendur sem er vert að fylgjast með á mótinu.

Í karla flokkum

Sveigbogi

Sigurjón Atli Sigurðsson er margfaldur Íslandsmeistari innanhúss, á núverandi Íslandsmetið innanhúss og myndi teljast líklegastur til sigurs á þessu móti. Helsta samkeppnin við hann er líklega til að koma frá Guðmundi Guðjónssyni ef hann hefur heilsu í að keppa, Izaar Arnari og Haraldi Gústafs ef þeir eiga góðan dag á mótinu.

Okkar spá um úrslit í Sveigboga: (einnig þeir þrír sem unnu brons á smáþjóðaleikunum fyrir Ísland í liðakeppni)

  1. Sigurjón Atli Sigurðsson
  2. Guðmundur Guðjónsson
  3. Haraldur Gústafsson

Trissubogi

Guðjón Einarsson er margfaldur Íslandsmeistari innanhúss og er líklegastur til að taka titilinn í ár. Helsta samkeppnin mun koma frá Carsten Tarnow en við gerum ráð fyrir mjög jafnri keppni í trissuboga karla og það eru nokkrir einstaklingar sem gætu tekið titilinn þar sem það eru margir svipaðir í skorum. Guðjón og Carsten eru líklegri en aðrir en það verður dagsformið sem mun ráða því hver vinnur titilinn.

Okkar spá um úrslit í Trissuboga:

  1. Guðjón Einarsson
  2. Carsten Tarnow
  3. Nói Barkarson

Berbogi

Það kæmi á óvart ef að Ólafur Ingi Brandsson myndi ekki vinna berboga karla flokkinn. Ólafur vann silfur á HM Masters í Sviss í ágúst á síðasta ári og er án efa besti berbogamaðurinn okkar Íslendinga. Ólafur byrjaði fyrir rúmu ári síðan en fyrir þann tíma átti Izaar Arnar Íslandsmetið í berbogaflokki og því möguleiki að Óli fái einhverja samkeppni þaðan.

Okkar spá um úrslit í Berboga:

  1. Ólafur Ingi Brandsson
  2. Izaar Arnar Þorsteinsson
  3. Oliver Robl

Í kvenna flokkum

Sveigbogi

Astrid Daxböck er lang líklegust til að taka titilinn í sveigboga kvenna. Árið 2018 var Astrid fjórfaldur Íslandsmeistari og vann bæði trissuboga og sveigbogaflokka utanhúss og innanhúss. Helsta samkeppnin er líklegt að koma frá Kelea Quinn. Sigríður Sigurðar mun veita Astrid einhverja samkeppni þar sem hún hefur unnið titil á móti Astrid-i áður.

Okkar spá um úrslit í Sveigboga:

  1. Kelea Quinn
  2. Astrid Daxböck
  3. Sigríður Sigurðardóttir

Trissubogi

Ewa Ploszaj var í 17 sæti á EM í Póllandi í fyrra og er almennt með hæstu skorin í trissuboga kvenna flokkum á mótum innanlands. Ewa er einnig á leið á HM í sumar. Eowyn Mamalias er íþróttakona ársins 2018 og er einnig líkleg til að taka titilinn. Eowyn var í 3 sæti á NM ungmenna 2018 og sló 15 Íslandsmet á síðasta ári. Það verður hörð samkeppni í trissuboga kvenna og við spáum að Ewa sé líklegust til að vinna en Eowyn er enþá ung og að bæta sig og svo er Astrid núverandi Íslandsmeistari innanhúss og hefur verið í top 100 í heiminum. Við erum nánast að gera hlutkesti til þess að gera upp á milli þeirra.

Okkar spá um úrslit í Trissuboga:

  1. Ewa Ploszaj
  2. Eowyn Mamalias
  3. Astrid Daxböck

Berbogi

Guðbjörg Reynisdóttir er lang líklegust til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna. Guðbjörg er tvöfaldur norðurlandameistari ungmenna og það er enginn önnur berboga kona á landinu á svipuðu leveli og hún er eins og staðan er í dag.

Okkar spá um úrslit í Berboga:

  1. Guðbjörg Reynisdóttir
  2. Astrid Daxböck
  3. Birna Magnúsdóttir

Þetta er okkar spá fyrir hvaða einstaklingar eru líklegastir til þess að enda í top 3, en eins og við höfum séð á fyrri mótum þá er sjaldan sem spáin stenst að fullu og verður spennandi að fylgjast með mótinu.

Hér er hægt að finna úrslit af Íslandsmeistaramótinu innanhúss 2018 http://www.ianseo.net/Details.php?toId=3785