Ísland í fyrsta sinn á European youth cup

2 stelpur eru að keppa núna á European Youth Cup í Rovereto Ítalíu. Eowyn Marie Mamalias í trissuboga kvenna U18 (cadet) og Gabríela Íris Ferreira í trissuboga kvenna U21 (Junior)

Hægt er að fylgjast með heildar úrslitunum hér http://ianseo.net/Details.php?toId=3144

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á European Youth Cup.

Þegar þetta er skrifað er undankeppninni lokið og Eowyn sló Íslandsmetið í undankeppni utandyra í U18, metið var áður 550 stig en Eowyn skoraði 580 stig á mótinu, hún átti einnig eldra metið. Gabríela skoraði 594 stig en hún á einnig Íslandsmetið í U21 flokki sem er 601 og var hún því ekki langt frá því að slá það.

Rigning og leiðindaveður var allann tímann á meðan á undankeppninni stóð.

Báðar stelpurnar lentu á móti stelpum frá Eistlandi í útsláttarkeppninni sem verður á fimmtudaginn næsta.

Hægt er að fylgjast með útslættinum hjá Eowyn hér

Hægt er að fylgjast með útslættinum hjá Gabríelu hér

Áfram Ísland.

Hægt er að sjá örstutt í Astrid og Eowyn á hægri partinum af skjánum 1:39 til 1:44 í video-inu um fyrsta daginn.

https://www.facebook.com/worldarcheryeurope/

https://archeryeurope.smugmug.com/Youth-Cup/Youth-Cup-Rovereto-2018

http://www.rovereto2018.it/

http://www.archeryeurope.org/index.php/media-menu/news/750-new-wae-season-to-start-in-rovereto-with-youth-cup,