ÍSL INN 2017, U-15 lokið. Nýtt Íslandsmet og framtíðin björt.

Fyrsti partur Íslandsmótsins Innanhúss 2017 er núna lokið.

Í þessari umferð kepptu allir undir 15 flokkar (U-15 Nordic Cadet) og í lok mótsins fengu allir þáttöku medalíu þar sem mesti árangurinn er að taka þátt. Í keppni lærir maður mest og fer mest fram.

20170317_171355

Stór hópur var frá Íþróttafélaginu Akri sem stóðu sig mjög vel, en það var einn maður sem var ofar hinum og það var Þorsteinn Ivan Bjarkasson úr SKAUST. Hann sló Íslandsmetið með gífurlegum mun ásamt því að ná Íslandsmeistaratitlinum í Sveigboga karla U-15 flokki með þvílíkri frammistöðu.

Gamla Íslandsmetið í U-15 karlaflokki sveigboga var

Recurve U-15 60 örv 12 m 543 Ásgeir Ingi Unnsteinsson Efling UBUB 2013 Janúar 60 cm

og metið sem Þorsteinn var með er

Recurve U-15 60 örv 12 m 572 Þorsteinn Ivan Bjarkason SKAUST Íslandsmót Innanhúss 2017 60 cm

Sem er næstum 30 stigum hærra sem er gífurlegt hopp í skori. Enda þurfti að skipta skífunni hans út tvisvar sinnum í mótinu þar sem hann sleit tíuni svo fljótt.

Einnig voru margir krakkar sem voru að taka þátt í fyrsta skipti sem stóðu sig frábærlega og nokkrir efnilegir bogamenn sem við höfum auga með í framtíðinni. Þeir sem halda áfram að æfa vinna framtíðina.

Anna María Alfreðsdóttir byrjaði fyrst í bogfimi fyrir aðeins nokkrum vikum síðan en sýndi það ekki á sér með frábærri framistöðu á mótinu með 501 stig og Íslandsmeistaratitilinn í U-15 sveigboga kvenna sem er frábær árangur. Við munum hafa auga með henni í framtíðinni þar sem Íslandsmetið í hennar flokki er 531 stig og hún var merkilega nálægt því að slá það met í fyrstu keppninni nýbyrjuð í sportinu.

Recurve U-15 60 örv 12 m 531 Guðný Jónsdóttir Efling Íslandsmót 2014 60 cm

Einnig voru margir aðrir sem slógu persónuleg met en það voru allir þreyttir og farnir af keppnisstaðnum þegar fréttamaður archery.is skrifaði greinina.

Allavega til hamingju öll, þið eruð öll sigurvegarar fyrir mér af því að sigurvegararar keppa á mótum.

20170317_171147

Úrslitin úr U-15 flokkunum er hægt að finna hér skjölunum hér fyrir neðan.

íslandsmetaskrá-bogfimi-2017-2 uppfærð

Skipulag-fostudagur-s1-lok-2

Úrslit U-15 á archery.is

Föstudagur kl. 15:00 – 17:00
Fyrri umferð Seinni umferð Heildarstig Nafn Bogaflokkur Félag
181 174 355 Égor Silin Berbogi KARLA (Barebow MEN) Bogfimifélagið Boginn Íslandsmeistari
282 290 572 Þorsteinn Ivan Bjarkason Sveigbogi KARLA (Recurve MEN) SKAUST Íslandsmeistari og íslandsmet
259 258 517 Arngrímur Friðrik Alfreðsson Sveigbogi KARLA (Recurve MEN) Íþróttafélagið Akur Silfur
237 242 479 Finnur Bessi Finnsson Sveigbogi KARLA (Recurve MEN) Íþróttafélagið Akur Brons
183 191 374 Jóhannes Hafþór Búason Sveigbogi KARLA (Recurve MEN) Íþróttafélagið Akur
250 251 501 Anna María Alfreðsdóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Akur Íslandsmeistari
240 231 471 Guðmunda Ingibjörg Lárusdóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Akur Silfur
221 220 441 Sóley Rán Unadóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Akur Brons
210 217 427 Snædís Brynja Traustadóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Akur
216 200 416 Oliwia Moranska Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Akur
174 174 348 Ólína Stefánsdóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Freyja
174 215 389 Marin Anita Hilmarsdóttir Sveigbogi KVENNA (Recurve WOMEN) Íþróttafélagið Freyja