Hlíðar Berg Kristjánsson.

Þú heitir?
Hlíðar Berg Kristjánsson
Við hvað starfaðu?
Líkamskreytingar og Bogfimi.

Menntun þín?

Var að læra sálfræði í FB en hætti við það til að fara að læra Líkamsbreytingar.
Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
24 Ári og ég er Sporðdreki
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég á heima í breiðholtinu eins og er og ég er frá Egilstöðum
Uppáhalds drykkurinn?
Vatn
Ertu í sambandi?
Nei ekki eins og er.
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Síðan september 2013

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Boganum
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Sveigbogi, Hestabogi, langbogi og Trissu.
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Sveigboga og hann er SF Elite+, hann er 37 pund og hann er rauður bjúti pæ 😀
Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Búa til mínar eigin viðar örvar, saga inní til að gera nock og saga í puttan á mér og skilja eftir blóð og lím yfir allt borðið.
Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Lengri völl, fleiri brautir, fleiri tegundir af bogum handa fólki, fleiri  keppnir og bara allt meira og stærra.
Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Að opna þetta fyrir öllum og hafa þetta svona aðgengilegt fyrir almenning og hvað kenslan er ekki dýr og aðgengileg.
Hver er þinn helsti keppinautur eða keppinautar?
Engin, elska alla.
Hvert er markmiðið þitt?
Að bara verða betri, ná loksins að hitta í miðjuna og kanski endurtaka það svo aftur þangað til maður fer að hitta reglulega í miðjuna.
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Minn besti árangur í bogfimi er örruglega bara að ná til að skemma ör með að skjóta henni aftan í aðra ör.
annars borða ég bara fitugan mat og næstum bara kjöt, hlusta á of háværa tónlist og spila tölvuleiki svona þegar ég er ekki í bogfimi.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni (eða hvað ertu að prófa núna)? 
Ég er að reina að prófa að skjóta með að draga lefty boga upp sem hægri maður, Gengur hægt.
Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í stillingum á búnaði?
Ég náði til að laga hnappin á sigtinu sem leyfir mér að hreyfa það mikið í einu, gekk hægt að stilla úr 18 í 70 með að snúa það niður.
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Haldið áfram að lesa það er ein mesta skemmtun sem hægt er að fá í heiminum, rétt á eftir bogfimi.
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Hvernig örvar maður er að nota, hvaða vegalengd manni finst skemmtilegast að skjóta á, fyrir utan aðal bogan manns hvaða bogi er í uppáhaldi, hvaða boga langar manni mest að eignast, hvað finst manni um veiðar á dýrum með boga.