Heimsbikarmót Shanghai 2016

Tveir keppendur kepptu fyrir Ísland á heimsbikarmótinu í Shanghai í Apríl 2106. Astrid Daxböck í trissuboga flokki kvenna og Guðmundur Örn Guðjónsson í Trissuboga flokki karla og í Sveigbogaflokki karla.

Shanghai World Cup Stage 1 2016

Í stuttu máli merkilegir hlutir sem gerðust á mótinu.

Það kom grein frá World Archery um 10 merkilegustu hluti sem um heimsbikarmótið í Shanghai og Gummi var þriðji merkilegasti hluturinn við mótið þar sem hann var að keppa í báðum bogaflokkum og það gerist mjög sjaldan að einhver keppi í báðum flokkum. 10 things you need to know about Shanghai 2016

Gummi skoraði 598 stig í sveigbogakeppninni en hann meiddi sig á fingri í miðri keppninni þar sem fingurhlífin hans þakti ekki nægilega stórann hluta af fingrinum hans, það endaði í risastórri blóð blöðru sem gerði það af verkum að seinni umferðin var ekki góð þar sem það var sársaukafullt að skjóta hverri einustu ör.

Astrid er komin upp í top 200 á heimslistanum eftir þetta mót í trissuboga kvenna, ef hún lendir í 17 sæti eða hærra á Evrópumeistaramótinu þá er hún komin í top 100 í heiminum í world ranking.

Það voru slegin 3 heimsmet á mótinu og veðrið var mjög fínt lítill sem enginn vindur.

Skorin voru eftirfarandi í undankeppninni (Qualification), skotið er 72 örvum hámarksskor 720, skotið er á 50 metrum í trissuboga keppninni á 80cm skífu og á 70 metrum á 122cm skífu í sveigboga. (aðeins top 104 einstaklingar í qualification fara áfram í útsláttarkeppnina, og aðeins top 16 liðin komast í liða útsláttarkeppnina)

Sveigbogi karla (Íslandsmetið er 614 þegar þetta er skrifað)

113 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag 309 / 289 12 6X 598

Trissubogi karla (Íslandsmetið er 660 þegar þetta er skrifað)

77 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag 325 / 331 24 5X 656

Trissubogi kvenna (Íslandsmetið er 660 (óstaðfest) þegar þetta er skrifað)

68 Astrid Daxbock ISL flag 304 / 312 14 9X 616

Trissubogi mixed team (blönduð liðakeppni)

25 Iceland ISL flag 38 14X 1272

Bæði Astrid og Gummi komust áfram í Útsláttarkeppnina í einstaklingskeppni trissuboga.

Eftir útsláttarkeppnina endaði Gummi í 57 sæti eftir tap gegn Yakali frá Tyrklandi.

57 Gudmundur Orn Gudjonsson ISL flag (77) 1R 135:146 Samet Can Yakali TUR flag (36)

Astrid endaði í 33 sæti eftir tap gegn Chen frá Taiwan (Chinese Taipei)

57 Astrid Daxbock ISL flag (68) 1R 128:134 Chen Pei-Shan TPE flag (45)

Hlutir sem er gott að vita og við lærðum á þessu móti.

Það er þess virði að bóka official hótelið í Shanghai, það er ekki dýrt, transportið er þess virði og auðveldara að hafa aðgang af sjálfboðaliðunum sem vinna við keppnina.

Ekki borða matinn fyrir utan hótelin fyrr en að þinni keppni er lokið, af því að það gæti verið hormón eða annað slíkt í matnum sem getur fellt þig á lyfjaprófi. Worldarchery sendir food inspectora á official hótelin fyrir world cups og world championships, til að athuga hvort að maturinn sé “heilbrigður” eða “safe” fyrir íþróttamenn að borða.

Fólk fer með umferðarreglur eins og mamma þeirra sé að segja þeim að taka til, þeir fylgja þeim þegar mamma er að horfa. Annars eru þær tillögur meira en reglur og ég myndi ekki vilja keyra þar mikið sjálfur. Ein rútan lenti í smá aftan á keyrslu á mótinu, Astrid var í rútuni, þetta gerðist á official practise deginum og rútan tafðist (sem betur fer ekki á keppnisdegi)

Astrid var ánægð með gjafapokann sem við fengum fyrir að mæta á mótið, merktur bolli, merkt handklæði fyrir örvarmæli, silki sjal, bók um mótið og pinna.

Æfingarsvæðið við hliðin á keppnis stadiuminu er í stuttri göngu fjarlægð og er opið allann tímann sem mótið er í gangi. Og eftir að öllu var lokið (nema medalíu finals) var aðalkeppnissvæðið opið fyrir alla til að æfa á.