Guðjón og Gaby með íslandsmet og gott gengi í undankeppni fyrir ísland

Keppni er nú hafin á European Grand Prix í Legnica Póllandi.

Gengi íslands var flott á mótinu í undankeppninni.

Guðjón sló Íslandsmetið með 10 stigum. Það var áður 663 stig og Guðjón skoraði 673 á mótinu núna sem er töluvert hopp.

Gabríela setti einnig íslandsmet í u-18 og u-21 flokkum með skorið 604 stig.

Aðspurður sagðist Guðjón vera ánægður með skorið en fannst hann geta staða sig betur í fyrri umferðinni og svo hló hann og bölvaði í sand og ösku að hafa bara jafnað metið hennar Helgu Kolbrúnar í trissuboga kvenna sem var einnig nýlega slegið upp á nákvæmlega sama skor 673.

Í liðakeppni var Ísland ekki langt frá keppinautunum í skori í flestum flokkum eins og sjá má hér fyrir neðan og er þetta töluverð framför á íslandi í liðakeppni. Vonum að þeim gangi sem best í útsláttarkeppninni.

https://worldarchery.org/competition/17072/european-grand-prix-2017-leg-1#/

Skemmtilegir hlutir sem hafa gerst í ferðinni hinngað til:

Gabríela gleymdi bakpokanum sínum með sigtinu og balansstöngum í milli lendinguni í Frankfurt og var stress að taka rútu til baka á terminal 1 til að sækja hana en það hafðist.

Einar gleymdi örvunum sínum og balansstönginni á hótelinu á æfinguni og óli gleymdi quivet beltinu sínu á sama veg.

Gaby og Guðjón misstu af rútuni á opnunarhátíðina.

Óli braut tripodinn sem hann var með í láni frá Gummi. Einar gleymdi kíkinum hans Gumma sem hann var með í láni.

Einar reif buxurnar sínar á official practice alveg frá mitti niður að hné og rassinn lafði úti.

Rúnar át grunsamlegann fisk í matinn í kvöld, verður gaman að sjá hvernig það þróast á morgun. Sem betur fer er hann með lækni í herbergi.

Ewa fær að skjóta á móti gamalli vinkonu sinni sem hún lendir alltaf í útalætti við.

Einar skaut tvisvar í gegnum target númera merkinguna 18 skiltið Í KEPPNI.

Margir gleymdu að setja á sig sólarvörn á fyrsta deginum sem sást á því að flestir voru orðnir frekar rauðir í framan 🙂

Fleira man ég ekki í bili. En það mun án ef gerast eitthvað annað skemmtilegt í ferðinni. Fleiri fréttir síðar.