Guðjón Einarsson

Þú heitir?
Guðjón Einarsson

Við hvað starfaðu?
Einn af eigendum Bogfimisetursins
og Bogfimiversluninnar

Menntun þín?
Ég er lærður bifreiðasmiður

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Ég bý í Reykjavík

Uppáhalds drykkurinn?
White Russian eða captain morgan í kók 😀

Ertu í sambandi?
Jebb, giftur

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Hmmm,, síðan apríl 2012

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Ég er í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Númer 1 : Trissubogi
Númer 2 : Sveigbogi
Númer 3 : Lanbogi alltaf gaman að taka í langbogan 😀

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Ég er mest að skjóta úr trissuboga, hann er af gerðinni HOYT.Týpan er PROCOMP ELITE XL
Draglengd 30,5″ Dragþyngd ca 59 Pund.
Örvar: Er að Nota innandyra Easton X7 2315 með 200gr oddi 5″ fjöðrum
Ég verð með utandyra í sumar, Easton Carbon ONE 410 með 120gr oddi og Easton PM20 fjöðrum.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Án efa Heimsmeistaramótið í Nimes Frakklandi 2014. Þvílík upplifun sem fór í reynslubankann
annars er það bara Íslandsmeistara mótið innandyra 2013
þegar ég rústaði Krissa og hlaut gullið 😀 hehe
Sem allgjörlega festi mig í trissuboga flokknum 😀

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Bæta æfingar útisvæði (er í Vinnslu 😀 )
Fá  klukku fyrir keppni innandyra/utandyra og vindflögg sem gera þetta svona meira pro
Á seinasta Íslandsmóti var ekki sýnileg klukka varla flauta og engin vindflögg.
Og það væri fínt að geta séð úrslit frá síðasta Íslandsmóti áður en næsta byrjar 😀

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
uummmm veit ekki hverju ég á að svara,, bogfimi á Íslandi er í vinnslu á öllum sviðum

Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég sjálfur.
Eftir það er það hann Krissi

Hvert er markmiðið þitt?
Vera bestur í trissubogaflokki.
Og stækka bogfimi á í Íslandi þannig að fólk segir :hey manstu eftir keilu og fótbolta og svarið er : Nei,hvað er það? 😀 hehhh kannski draumur en sakar ekki að reyna 😀

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
skvooo. Ég er stór á alla kannta oftast hress og jákvæður þykir ekki leiðinlegt að fíflast í fólki. Hmmm borða, já takk 😀 þykir rosalega gaman í bogfimi og allri veiði, stang og skotveiði, finnst gaman að skapa hluti, búa til eitthvað, hvort sem það er að byggja eða baka , mikill föndur karl.
Finnst rosalega gaman af stóru dóti með vél t.d mótorhjól, vélsleða og solleis 😀

Besti árangurinn minn er 52 sætið í einstaklings keppni á heimsmeistaramóti og 9 sæti liða keppni
og Íslandsmeistari í trissubogaflokki innandyra 2013. Takk Krissi hehh

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Æfingin skapar meistarann, og ekki vera feiminn að spyrja spurningar,

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Nei.
Þetta er vel gert hjá ykkur.