Gleðilegt nýtt ár síðasta móti ársins var að ljúka

Áramótamót Ungmenna var að ljúka rétt í þessu.

Þetta var síðasta mót ársins 2018 þar sem krakkarnir skutu inn nýja árið. Ekki með sprengi oddum eins og Rambo en samt með stæl.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins hér http://ianseo.net/Details.php?toId=4918 en hérna er stutt samantekt: Það eru allir bestir múhahahaha (hláturinn eru eftirstöðvar í mér síðan á hrekkjavöku).

Nýjum flokki var bætt við á mótinu Nýliðaflokki. Þar sem 20 ára og yngri geta spreytt sig á því að keppa þrátt fyrir minni reynslu. Flokkurinn skaut á 9 metrum á 80cm 5-10 skífu og er ekki hæfur til Íslandsmeta en þægilegt start fyrir þá sem eru að byrja að keppa. Selma Huld Þorvaldsdóttir, Salvador Di Marzio, Alexander Haukur Gribachev og Sara Rós Sigurpálsdóttir voru þau fyrstu til að keppa í þeim nýja flokki, einnig í fyrsta skipti sem þau keppa og það kom mikið á óvart hvað mörg af þeim skoruðu há skor í sínum flokki.

Astrid Daxböck skipulagði mótið og sá um dómgæslu, Gummi Guðjóns sá um skorskráningarkerfi og birtingu úrslita. Hanna hjálpaði líka.

Allavega 3 Íslandsmet sem féllu á mótinu:

  • Hafrún Fía Guðmundsdóttir setti Íslandsmetið í U15 berboga kvenna með skorið 375. Hafrún hefur verið að skjóta um ár með trissuboga en skipti yfir á berboga fyrir um mánuði síðan. Það er greinilega að virka.
  • Þórhildur Helga Pálsdóttir, Eowyn Marie Mamalias og Katrín Birna Hrafnsdóttir slóu einnig Íslandsmetið í undankeppni U15 trissuboga kvenna með skorið 1617 gamla skorið var 1603 og þær 3 áttu einnig það met.
  • Eowyn sló Íslandsmetið í útsláttarkeppni U15 145 stig, hún átti einnig gamla metið sem var 139. Þetta var síðasti séns fyrir Eowyn að bæta metið þar sem hún verður 15 ára á næsta ári þannig að hún mun keppa í U18 flokki þá.

Við viljum minna alla sem slá Íslandsmet að tilkynna þau á bogfimi.is, það er líka gott fyrir keppendur að vita hver Íslandsmetin eru í sínum flokki 🙂 http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/

Margir foreldrar studdu krakkana sína á mótinu og fengu jólakökur í verðlaun.

Aðeins einn útsláttur var á mótinu um Gullið í U15 flokki trissuboga kvenna á milli Eowyn og Þórhildar þar vann Eowyn með skorið 145 á móti 139 skorinu hennar Þórhildar.

Gleðilegt nýtt ár og óskum ykkur góðu gengi og háum skorum á næsta ári.

Hægt er að finna fleiri myndir inn á facebook https://www.facebook.com/pg/archery.is/photos/