Boginn main menu

Home About Services Testimonial Contact

Velkominn í Bogfimifélagið Boginn

NÆSTI AÐALFUNDUR BOGFIMIFÉLAGSINS BOGANS 2017 VERÐUR HALDINN 16.MARS Í BOGFIMISETRINU DUGGUVOGI 2 104 REYKJAVÍK, KL:20:30 Boginn einnig þekkt sem BoBo, var stofnað árið 2012 af þeim Guðmundi Erni Guðjónssyni, Guðjóni Einarssyni og Lárusi Jón Guðmundssyni til að breiða bogfimi út á íslandi. Og úr því að þetta er svona óendanlega skemmtilegt sport er Boginn stærsta bogfimifélag á landinu og vex enn mjög hratt.

Um Okkur

Í stjórn Bogfimifélagsins Boganns sitja.
Guðmundur Örn Guðjónsson Formaður
Gunnar Þór Jónsson Varaformaður
Rúnar Þór Gunnarsson Meðstjórnandi
Daníel Sigurðsson Gjaldkeri
Astrid Daxböck Ritari
Kristmann Einarsson Varamaður
Hlíðar Berg Kristjánsson Varamaður

Allur daglegur rekstur Boganns er í höndum stjórnar, og situr stjórnin í ár í senn þangað til kosið verður til stjórnar á aðalfundi, í Mars á hverju ári.

Hægt er að fá allar frekari upplýsingar og svör við spurningum í tölvupósti boginn@archery.is

Starfsemi Okkar

Inntaka

Bogfimifélagið Boginn tekur inn alla sem vilja taka þátt í að byggja upp íþróttina , fullgildir meðlimir teljast einungis þeir sem hafa lokið grunnámskeiði í bogfimi og hafa greitt félagsgjöld.

Barna og Unglingastarf

Við hvetjum öll börn og unglinga til að kynna sér þessa íþrótt, og er hún mjög góð í að byggja upp sjálfstraust og aga í börnum bæði með því að kenna þeim að laga sjálf sig ef að eitthvað fer úrskeiðis og að sjá hjá sjálfum sér hvað þarf að bæta frekar en að hlusta á fólk segja þeim hvað er að og hvað þarf að laga. Það sem við gerum er að koma þeim í rétta átt til að verða heimsmeistarar framtíðarinnar.

Bogfimi á Alþjóðavettvangi

Bogfimi er mjög stór íþrótt á alþjóðavettvangi og er mjög mikil samkeppni, það sem við viljum gera er að byrja nægilega snemma að koma okkar fólki út á alþjóðleg mót

Ferðastyrkir til Bogans

Við erum að safna littlum styrkjum fyrir meðlimi Bogans til að taka þátt í undankeppni ólympíuleikana 2016 í RIO bogfimi.

Allir styrkir eru góðir styrkir, við tökum við öllu frá 100.kr upp í ..... ;) (flestir gefa á milli 2.000.kr til 5.000.kr)

Eftirstöðvar af styrkjum fara í að styrkja og bæta búnað barna og unglingastarfs Bogfimifélagins Bogans.

Rn.: 0331-26-005900
Kt. 590712-1400

Það er búist við góðum árangri eins og á heimsmeistarmótinu í bogfimi innanhúss sem var í Nimes, Frakkland, á þessu ári þar sem Íslendingarnir (allir í Bogfimifélaginu Boganum) kepptu í fyrsta skipti í liðakeppni og náðu 9. sæti.

Sjá grein

Þakklæti og bestu kveðjur Bogamenn :D

Hafðu Samband

Boginn

Hafið samband við stjórn félagsins : boginn@archery.is