Dómgæsla

Hægt er að bóka dómaranámskeið haldin af Guðmundi Guðjónssyni Heimsálfudómara (European Continental Judge) fyrir íþróttafélög eða aðra á archery@archery.is

Námskeiðið er Laugardagur og Sunnudagur og æskilegt að það séu ekki fleiri en 20 sem sitja námskeiðið (venjulega 4-8 manns væri algengt) Verðið á námskeiðinu er 200.000.kr plús gisting og ferðakostnaður (ef halda á námskeiðið utan höfuðborgarsvæðisins).

Félög get aflað sér styrkja hjá sínu félagi, héraðssambandi, bæjarfélagi, verkefnasjóð ÍSÍ osv.fr. Og oftast ætti að vera hægt að halda slíkt námskeið kostnaðarlaust fyrir þátttakendur með styrkjunum.

Hægt er að finna allar upplýsingar um dómaramenntun á bogfimi.is http://bogfimi.is/fraedsla/domaranamskeid/

Dómaranámskeið er líka frábær leið fyrir aðstandendur og keppendur til að læra meira inni á reglurnar.

Til þess að geta farið á framhaldsnámskeið í dómgæslu til að verða Evrópudómari þarf einstaklingurinn að vera með 2 ára reynslu af dómgæslu í sínu heimlandi á stórmótum. Hægt er finna ítarlegri upplýsingar um að verða heimsálfudómari (Continental Judge) hér.

European-continental-Judge_terms_of_reference_2011

Dómaranámskeiðið sem er haldið hérna á Íslandi gefur einstaklingum dómararéttindi á Íslandi.

Dómgæsla er ekki erfitt starf og er frábær leið til að komast á Ólympíuleikana, sem dómari 😉