Björn Halldórsson.

Þú heitir?
Björn Halldórsson          

Við hvað starfaðu?
Afgreiðsla á miðgólfi í Húsasmiðjunni Grafarholti.

Menntun þín?   Skósmiður.

Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
62ára    22.12.1951         .Steingeit.

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Bý í Grafarholti, ættaður úr strandasýslu.

Uppáhalds drykkurinn?
Malt og vatn.

Ertu í sambandi?
Giftur í 37 ár.

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Eignaðist fyrsta langbogann að því er mig minnir 1963.
Siðan kom langt hlé ,byrjaði að æfa hjá ÍFR  í  október 2007.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Íþróttafélagi Fatlaðra Reykjavík.

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Langbogi,er stundum að keppa með recurve.

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Langbogi,Bear patriot,50 pund við 28“ draglengd. Stefni á að fá mér 40 punda boga þar sem 50 punda bogi er óþarflega öflugur innanhúss.

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Þegar ég varð íslandsmeistari  í fyrsta  skipti með langboga 2011.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?        
Það er til dæmis  að fá aðstöðu utanhúss þar sem eingöngu er stunduð bogfimi og ástundun er ekki háð öðrum íþróttum eins og td. fótbolta. Einnig væri gaman að koma upp aðstöðu þar sem hægt væri að keppa í 3d og field.  Ég er mjög ánægður með  nýju aðstöðuna hjá ÍFR.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Það er tvímælalaust það sem bogfimisetrið hefur gert og er að gera,þannig að framtíðin er björt. En við megum ekki gleyma þeim sem komu bogfiminni af stað á íslandi að því er mig minnir 1974,en þar ber fyrst að nefna Jón Eiríksson hjá ÍFR sem hefur unnið mikið afrek að mínu mati í þágu bogfimi á Íslandi (og það meira en margir hafa hugmynd um) .Hann keppti um árabil og keppir enn, en hann hefur verið potturinn og pannan í mótum síðast liðin 40 ár eða svo,sem dómari og stjórnandi . Þá ber einnig að nefna Þröst Steinþórsson sem hefur unnið mikið starf í þágu bogfimi eins og kennslu. Þá ber að nefna Inga Bjarnar sem hefur bæði verið formaður og kennari í bogfimi,þeir  eru margir sem hafa komið við sögu í bogfimi  hjá ÍFR en ég ætla að láta þetta duga þar sem ég kann ekki að nefna alla sem þar hafa komið við sögu. Það má ekki gleyma þeim sem komu bogfiminni af stað.

Hver er þinn helsti keppinautur eða keppinautar?
Mér dettur í hug Kínverji  sem keppti á ólympíuleikum í  skammbyssu fyrir mörgum árum og hreppti  gullið. Hann var spurður þessara sömu spurningar af fréttamanni. Hann svaraði, ég er ekki að keppa við neinn hérna ,ég er hérna bara til að bæta eiginn árangur. Er það ekki stefnan hjá okkur öllum,að bæta eiginn árangur?

Hvert er markmiðið þitt?
Að verða betri, en elli kerling er farin að banka í bakið á mér.

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Minn besti árangur í langboga  er Íslandsmeistari  innanhúss 2011, 2012 og 2014, silfur 2013. Íslandsmeistari 2012 utanhúss. Og svo nokkur verðlaun í recurve , svo ég geti monti mig af því líka.  Ég hef gaman af skotfimi, keppti með riffli,haglabyssu og skammbyssu í 15 ár. Hef einnig gaman af  skotveiði,fjallgöngum og hjólreiðum. Í mat er það lambalæri með tilheyrandi,það er fátt sem toppar það.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni (eða hvað ertu að prófa núna)? 
Ég er búinn að horfa á nokkur hundruð  myndir  af langboga mönnum á „you tube“  til að læra eitthvað nýt. ,Niðurstaðan er Jeff  Kavanagh sem ég hvet alla sem æfa og keppa með langboga til að horfa á,hann er frábær.

Hvað er að nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í stillingum á búnaði?
Það er eitt sem ekki allir vita sem eiga langboga að ef ákoman er áberandi  til vinstri eða hægri þá er hægt að stilla ákomuna með því að snúa upp á strenginn.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Ekkert sérstakt,nema að hlusta á þá sem hafa reynslu í bogfimi.

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Er þetta nokkuð búið að vera of langt hjá mér?