Æfingarbúðir með Keleu Quinn 2017

Kelea Quinn kemur til landsins á milli 29. september og 8. október. Hún mun bjóða upp á margvíslega þjálfun þessa 10 daga sem hún verður hér.

Þjálfun hjá henni er aðgengileg öllum og er öll hópaþjálfun gjaldfrjáls en einkatímar munu kosta 5.000 kr. klst og sér hún alfarið um þær greiðslur (ath. að einnig er hægt að panta 30 mín.).

Þetta er þáttur í tilraunaverkefni bogfiminefndarinnar sem felur í sér að auka framboð af þjálfurum fyrir Ísland með því að flytja inn þjálfara með reglulegu millibili. Kelea varð fyrir valinu fyrir fyrstu heimsókn þar sem hún hefur áður unnið við þjálfun á Íslandi, þekkir vel til og líklegt er að margir sem voru áður í þjálfun hjá henni muni nýta sér heimsóknina vel.

Hluti af verkefninu er að kynnast mörgum þjálfurum og að læra inn á hvers konar þjálfarar nýtist best fyrir bogfimina á Íslandi.
Einnig ætlum við að tryggja að félög á öllu landinu geti nýtt sér þessar heimsóknir og því munum við að öllum líkindum taka rúntinn um landið í samvinnu við ýmis bogfimifélög.
Við vonum að með þessu framtaki náum við að koma á móts við sem flesta sem eru að stunda bogfimi hér á landinu í framtíðinni.

Skipulagið er áætlað svona. (gætu verið smávægilegar breytingar þegar nær dregur)

Föstudagur 29. september
Kíkir niður í Bogfimisetur og heilsar upp á fólkið og skoðar aðstöðuna
Laugardagur 30. september
12:00 – 15:00 Einkatímar (Hafið samband við Keleu coach.kelea@gmail.com til að bóka tíma)
15:00 – 16:00 Hóptími – Fyrirspurnir (Q&A) og ráðleggingar varðandi keppnir
16:00 – 19:00 Hóptímar – Tækni og form
Sunnudagur 1. október
12:00 – 15:00 Einkatímar (Hafið samband við Keleu coach.kelea@gmail.com til að bóka tíma)
15:00 – 17:00
17:00 – 18:00 Undirbúningur fyrir IceCup mótið
18:00 – 20:00 Október-mót IceCup (Mótið er haldið af Ingólfi og Tryggva og kostar 2.500 kr. að taka þátt í mótinu)
20:00 – 22:00
Mánudagur 2. október
16:00 – 18:00 Hópþjálfun fyrir yngri flokka. PROOF planner (sjá fyrir neðan dagskrá)
18:00 – 20:00 Hópþjálfun fyrir eldri flokka. PROOF planner (sjá fyrir neðan dagskrá)
Þriðjudagur 3. október
16:00 – 20:00 Test Tuesday: Allir eru kvattir til að mæta að skjóta 30 örvum og taka skor. Kelea verður á staðnum til að gefa ráðleggingar.
Miðvikudagur 4. október
14:00 – 19:00 Opinn tími: Kelea verður á staðnum til að aðstoða. Allir velkomnir.
19:00 – 20:00 Byrjendanámskeið – Q&A
Fimmtudagur 5. október
16:00 – 18:00 Hópþjálfun fyrir yngri flokka – Farið yfir skottækni og form.
18:00 – 21:00 Einkatímar (Hafið samband við Keleu coach.kelea@gmail.com til að bóka tíma)
Föstudagur 6. október
14:00 – 16:00 Einkatímar (Hafið samband við Keleu coach.kelea@gmail.com til að bóka tíma)
16:00 – 17:00 Yngri flokkar – Þol- og styrktaræfingar
17:00 – 18:00 Yngri flokkar – Spjall með foreldrum, farið yfir mataræði og skipulag í kringum æfingar og keppnir.
18:00 – 20:00 Hópþjálfun – Þol- og styrktaræfingar.
Laugardagur 7. október
14:00 – 18:00 Hóptímar (Ef veður leyfir þá munum við hafa þessa tíma á Hamranesvellinum til að geta æft utanhúss.
Sunnudagur 8. október
12:00 – 15:00 Einkatímar (Hafið samband við Keleu coach.kelea@gmail.com til að bóka tíma)
15:00 – 16:00 Hóptími – Fyrirspurnartími (Q&A)
16:00 – 19:00 Æfingarkeppni – Útsláttarkeppni fyrir alla
19:00 – 20:00

 

Einkaþjálfun mun kosta 5.000 kr. klst. en einnig er hægt að bóka hálftíma einkaþjálfun.
Vinsamlegast pantið einkaþjálfun með því að hafa beint samband við Keleu (coach.kelea@gmail.com).
Einungis er hægt að greiða með reiðufé þar sem hún hefur ekki reikning hér á Íslandi.

PROOF planner er æfingardagbók sem Kelea hannaði og er hægt að kaupa hana fyrir 1.500 kr. af Keleu. Þessi bók er nauðsynleg fyrir þá tíma sem eru merktir “PROOF planner”.

Vinsamlegast skráið ykkur ef þið hafið áhuga á að taka þátt í einhverju af þessu 🙂

Könnunin hér að neðan er ekki skuldbindandi og er aðeins til að við áttum okkur á mögulegri þáttöku.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.