5 frá Íslandi á leiðinni á European Grand Prix

5 keppendur munu keppa fyrir Ísland í bogfimi á European Grand Prix í Sofíu Búlgaríu 31. Júlí til 4. Ágúst.

Astrid Daxböck, Ólafur Gíslasson, Ingólfur Rafn Jónsson, Ragnar Þór Hafsteinsson og Guðmundur Örn Guðjónsson.

Þáttakan á mótinu er gífurlega há miðað við fyrri ár, ástæðan er meðal annars vegna þess að Evrópumeistarmótið utanhúss er um mánuði eftir þetta mót í Póllandi, EM er einnig undankeppni fyrir um sæti á Evrópuleikana sem verða 2019 í Belarus og því mörg lönd sem eru að senda sitt besta fólk á EGP (European Grand Prix) núna til að undirbúa sig og safna reynslu fyrir EM.

Einnig eru mörg lönd byrjuð að undirbúa sín lið fyrir Ólympíuleikana í Tokyo 2020 sem sést á því að Japan er meðal annars að senda landliðið sitt á European Grand Prix.

Ísland mun einnig senda 8 keppendur á EM í Póllandi sem hefst 26 ágúst og berjast um sæti á Evrópuleikana, en meira verður fjallað um það í annari grein þegar nær dregur EM.

Hægt verður að fylgjast með upplýsingum og gengi okkar fólks á mótinu hér.

https://worldarchery.org/competition/19308/european-grand-prix#/

http://ianseo.net/Details.php?toId=3148